Project Description
Brekkusöngur í Hvamminum
Það var svo góð stemning á hátíðinni 2020 þegar umsjónaraðilar brydduðu upp á þeirri nýjung að hafa brekkusöng í Kirkjuhvamminum, að það verður endurtekið í ár. Þeir Stúlli og Danni sjá um tónlistina, svo það þarf ekki að gera annað en að mæta og njóta.
Gott er að hafa það í hug að klæða sig eftir veðri, sólgleraugu og bermúdabuxur ef það er bongó og lopinn og teppi ef það er aðeins svalar en það.
Brekkusöngurinn er í boði Sjóvá.
Staðsetning: Kirkjuhvammur við Hvammstanga
Dagsetning: Föstudagur 23. júlí
Tími: 20:30 – 21:30
Verð: Ókeypis
Hér er svo söngbókin, svo það er engin afsökun fyrir að taka ekki undir!
Hægt er að prenta hana út hér.
HVENÆR
Föstudaginn 23. júlí 2021
kl. 20:30 til 21:30
HVAR
Kirkjuhvammurinn
530 Hvammstangi