Project Description

Brunaslöngubolti

Keppt verður í brunaslöngubolta á „mjólkurstöðvartúninu“ við Hvammstangabrautina.
Um er að ræða hverfakeppni hátíðarinnar og keppa hverfin í 6-8 manna liðum.

Skráningar hjá Óla Má í pakkhúsinu eða á eldurihun@gmail.com.

Hverfaskiptingin er eins og verið hefur undanfarin ár:
Rauður: Sunnan við Hvammsá og austan við Hvammstangabraut+Hrútafjörður+Bæjarhreppur.
Appelsínugulur: Norðan við Hvammsá og vestan við Norðurbraut + Víðidalur.
Blár: Norðan við Hvammsá og austan við Norðurbraut + Vatnsnes + Vesturhóp.
Gulur: Sunnan við Hvammsá og vestan við Hvammstangabraut + Miðfjörður + Línakradalur + Fitjárdalur.
Sniðugt er að hvert hverfi finni sér gleðigöngustjóra og sá stjóri haldi utan um hverfið og meðlimi þess. Hvert hverfi er hvatt til að safna saman öllu sínu fólki og svo þrammi fólk saman á mótsstað þar sem keppt verður i brunaslöngubolta – Stuðningsmenn skipta miklu máli.

Í hverju liði eru 6 leikmenn inn á í einu. Þar af einn markmaður sem ver markið með brunaslöngu.
Hlutföll kynja þurfa að vera nokkuð jöfn
Hlutföll þéttbýlis og dreifbýlis þurfa að vera nokkuð jöfn
Liðsmenn verða að vera 16 ára og eldri.
Mætið í hverfislitunum.

Staðsetning: „Mjólkurstöðvartúnið“ við Hvammstangabraut

Dagsetning: Föstudagur 23. júlí

Tími: 17:30 – 18:30

Verð: Ókeypis

HVENÆR

Föstudaginn 23. júlí 2021
kl. 17:30 til 18:30

HVAR

„Mjólkurstöðvartúnið“

við Hvammstangabraut, 530 Hvammstangi