Project Description

Fjölskyldudansleikur með Snorra og Sögu

Yngri kynslóðin verður að sjálfsögðu líka að fá að tjútta. Þess vegna hendum við upp fjölskylduballi á miðvikudeginum.

Fyrir tveimur árum síðan gaf Snorri Helgason út barnaplötuna og bókina Bland í poka ásamt ást- og grínkonu sinni Sögu Garðarsdóttur. Þau hafa síðan þá haldið nokkur barnaböll og leikið lög af plötunni en í þetta sinn verða fleiri barnalög á dagskránni ásamt öðrum lögum sem eru til þess fallin að fá fólk til að standa upp og skaka sér af gleði. Fjölskylduprógram með áherslu á yngri áhorfendur.

Staðsetning: Félagsheimilið Hvammstanga

Dagsetning: Miðvikudagur 21. júlí

Tími: 17:00 – 17:40

HVENÆR

Miðvikudaginn 21. júlí 2021
kl. 17:00 til 17:40

HVAR

Félagsheimilið Hvammstanga

Klapparstíg 4, 530 Hvammstangi