Project Description
Námskeið í gerð stuttmynda
Dagana 19.-23. júlí 2021 verður boðið upp á námskeið í stuttmyndagerð sem sett hefur verið saman fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-14 ára. Þátttakendur fá að kynna sér allar hliðar stuttmyndagerðar, frá hugmyndavinnu og handritsgerð til upptöku og eftirvinnslu efnis. Þátttakendur skipta með sér verkum við gerð myndanna. Í lokin er frumsýning og þátttakendur fá afhent viðurkenningarskjal.
Skráningarform er hér.
Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið.
Staðsetning námskeiðs: Félagsmiðstöðin Órion
Dagsetning: Fimmtudagur 22. júlí
Tími: 09:00 – 13:00
Verð: Ókeypis
Um leiðbeinendur
Þórður Pálsson er menntaður kvikmyndaleikstjóri með MA frá National Film & Television school á Englandi. Hann gerði nýverið Netflix seríuna Brot/Valhalla Murders sem var sýnd á RÚV. Álfrún Laufeyjardóttir hefur starfað innan flest allra deilda kvikmyndagerðar og hefur m.a. leikið í Lof mér að falla, Mannasiðir og Vikings: Valhalla sem verður sýnd á Netflix.
HVENÆR
Fimmtudaginn 22. júlí 2021
kl. 09:00 til 13:00
HVAR
Félagsmiðstöðinni Órion
Höfðabraut 6, 530 Hvammstangi