Project Description
Eldraunin 2022
Eldraunin verður haldin fimmta árið í röð og stendur Kraftlyftingadeild Kormáks – KDK fyrir þessum viðburði. Í ár verður keppnin haldin á sama stað og sama tíma tíma og fjölskylduhátíðina við Félagsheimilið á Hvammstanga á laugardeginum. Keppt verður í ýmsum greinum (auglýst síðar), og hlýtur sterkasta fólkið titlana „Sterkasti karlinn“ og „Sterkasta konan“ á Eldi í Húnaþingi 2022.
Hægt að skrá sig með því að senda skilaboð gegnum Messenger á viðburðinum á Facebook, eða bara mæta á staðinn og skrá sig.
Staðsetning: við Félagsheimilið á Hvammstanga
Dagsetning: Laugardagur 23. júlí
Tími: 13:00 – …
Verð: Ókeypis
HVENÆR
Laugardaginn 23. júlí 2022
kl. 13:00 til …
HVAR
við Félagsheimilið á Hvammstanga
Klapparstíg, 530 Hvammstangi