Project Description
Tónlistarsmiðja
Tónlistarsmiðja fyrir 3-7 ára ásamt foreldrum. Tveir hópar verða í boði, annars vegar fyrir hádegi og hins vegar eftir hádegi. Smiðjan fer fram á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga.
Í smiðjunni munu börn og foreldrar eiga saman góða og gefandi stund í gegnum tónlistarupplifun. Sungin eru ýmis skemmtileg lög, dansað, farið í tónlistartengda leiki og spilað á hljóðfæri. Í lokin er í boði að syngja lag í hljóðnema fyrir þau sem vilja. Athugið að hámarksfjöldi er 12 börn. (+ upplýsingar um skráningu, stað, tíma o.þ.h.)
Valgerður Jónsdóttir er söngkona og tónmenntakennari frá Akranesi. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 og lokaprófi í söng frá Tónlistarskóla FÍH árið 2004. Valgerður hefur frá árinu 2000 kennt tónlist á leikskólum og í grunnskólum hér á Íslandi sem og haldið ýmis tónlistarnámskeið fyrir börn og fullorðna. Valgerður hefur einnig stjórnað barna- og fullorðinskórum í Danmörku og á Íslandi og er nú stjórnandi Skólakórs Grundaskóla og Karlakórsins Svana á Akranesi. Þar rekur hún einnig afþreyingarsetrið Smiðjuloftið ásamt eiginmanni sínum og kennir m.a. tónlistarnámskeið ætluð 3-5 ára börnum og foreldrum þeirra. Valgerður var valin Bæjarlistamaður Akraness árið 2021 og gaf það árið m.a. út nótnabókina „Tónar á ferð-Söngbók“ með eigin lögum í kórútsetningum.
Aðgangseyrir er enginn en skrá þarf barn hér.
Viðburðinn er líka hægt að skoða á Facebook, með því að smella hér.
Staðsetning: Grunnskóli Húnaþings vestra, neðri hæð
Dagsetning: Föstudagur 22. júlí
Tími: 13:00 – 13:45
Verð: Ókeypis
HVENÆR
Föstudaginn 22. júlí 2022
kl. 13:00 til 13:45
HVAR
Félagsheimilið á Hvammstanga, neðri hæð
Klapparstíg, 530 Hvammstangi