Project Description
Vongóða skrímslið
Bíósýning hjá Handbendi Brúðuleikhús.
Vongott skrímsli er það sem þú færð þegar skyndileg erfðafræðileg stökkbreyting skapar algjörlega nýja lífveru. Slíkir einstaklingar eru líklegast ægilegir og dæmdir til að deyja út. En öðru hverju fæðist vongott skrímsli; stökkbrigði með erfðafræðilega framtíð og möguleika á að færa tegund sína í óvænta nýja átt.
Stöðugt að umbreytast og umskiptast, mannshendur hreyfast og samblandast á óvenjulegan hátt og skapa óvæntar verur á ferð okkar um vatn, jörð og loft. Saga um lífsbaráttu, um tengingu og umbreytingu og áminning um leikgleði lífsins. Enda erum við mannfólkið líka dýr.
Nýstárlegt og fjörugt sjónrænt ferðalag sem sameinar sjónrænt leikhús, frumlega hljóðrás og brúðuleik. Könnun á því að allar lífverur séu gerðar úr sama grundvallarbúnaði. Eins og í þróuninni, byrjar Vongott skrímsli með einum þætti (höndinni), ýtir honum til ystu marka og sér hversu mikið það getur gert og orðið.
Vongott skrímsli er frumraun brúðuleikhússins. Með óvenjulegu myndefni og nákvæmum hreyfingum, frumlegri hljóðrás og engu tali, er þetta djarft líkamlegt leikhús, sýningin hefur verið flutt í Englandi, Skotlandi, Frakklandi, Ástralíu og Litháen.
“Hin einfalda uppgötvunargleði og glæsileiki þess að nota einfalda hluti leiðir okkur áfram í gegnum stórkostlegt umbreytingarævintýri“ – Meðstjórnandi, Creative Technology Company
Vongott skrímsli myndaðist árið 2017 með samstarfi Ellu Mackay, Eti Meacock og Bori Mező, brúðuleikara frá Skotlandi, Englandi og Ungverjalandi. Þau hittust á meðan þau lærðu í Curious School of Puppetry og Puppet Theatre Barge í London
Það er að sjálfsögðu viðburðarsíða á Facebook, sem hægt er að skoða hér.
Staðsetning: Handbendi Brúðuleikhús
Dagsetning: Laugardagur 23. júlí
Tími: 16:00 – …
Verð: Ókeypis
HVENÆR
Laugardaginn 23. júlí 2022
kl. 16:00 til …
HVAR
Handbendi Brúðuleikhús
Eyrarlandi, 530 Hvammstangi