Loading...
TÓNLIST OG UPPÁKOMUR2018-05-04T15:19:08+00:00

Project Description

TÓNLIST OG UPPÁKOMUR

Tónlist er áhrifamikið listform. Á hverju ári vöndum við okkur að velja sérstaka tónlist sem passar við andrúmsloft og rytma hátíðarinnarhelgarinnar, eitthvað fyrir alla.

Við kynnum því með stolti nokkuð af því besta sem Íslenskt tónlistarlíf hefur uppá að bjóða í dag, þar er að nefna Moses Hightower, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar, Papana sem eru ævinlega vinsælir á böllum, indie pop hljómsveitina Sunnyside Road og eins og alltaf allt tónlistarfólkið sem við eigum hér í Húnaþingi vestra sem sýnt sig hefur og sannað er með eindæmum hæfileikaríkt. Heimafólk mun svo reiða fram notalega tóna á Melló Músíka.
Í ár fáum við líka erlenda gesti í heimsókn, sem sumir hafa fengið verðlaun fyrir verk sín. Rune Thorsteinsson (Danmörk) kemur með Body Rhythm Factory, sem hefur unnið til YAMA verðlaunanna, á opnunarhátíðina og Flabberghast Productions (UK), sem unnið hefur til Fringe Word Best Comedy verðlaunanna með sýninguna Tatterdamalion verða  með okkur líka. Hvorttveggja er fyrir alla aldurshópa.
Hafðu auga með  þessari síðu þar sem hér setjum við inn tilkynningar með nýjum tónlistaratriðum sem og íþrótta viðburði, námskeið, list, mat og allt þar á milli sem mun vera á döfinni í júlí!

Myndir frá Melló Músíka síðustu ára