Eldraunin


Það er aftur mánudagur, sem þýðir að við erum með nýjar fréttir. Nú er eins gott að fara að æfa sig því nú verður keppt í Eldrauninni! Heimafólk keppir um titilinn „Sterkasti maður og kona Húnaþings vestra“, en öllum gestum hátíðarinnar er velkomið að taka þátt. Efstu þrjú sætin hljóta verðlaun, auk þess sem sterkasti maður/kona Húnaþings vestra fær í hendur sérstakan verðlaunagrip. Keppnin mun fara fram á hafnarsvæðinu og keppt verður í fimm greinum sem eru eftirfarandi: trukkadráttur, bóndaganga, hleðslugrein, drumbalyfta og réttstöðulyfta.

2018-06-06T13:37:09+00:00