Moses Hightower á Eldi í Húnaþingi

Við erum rosalega spennt yfir því að fá hina stórkostlegu Moses Hightower til Hvammstanga í ár en þau spila í Félagsheimilinu Hvammstanga föstudaginn 27. júlí.

Frá árinu 2007 hefur Moses Hightower verið leiðandi í íslenskri sálartónlist, og útkoman „ólíkt öllu öðru í íslenskri tónlist“ (Fréttablaðið). Bandið hefur leikið á uppseldum tónleikum á stórum og smáum viðburðum, gefið út þrjú albúm í fullri lengd sem hlotið hafa einróma lof gagnrýnenda, og hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin.

 

Önnur Mósebók hlaut 7 tilnefningar í 6 flokkum Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2012, plata ársins, lag ársins (sjáum hvað setur), textahöfundur ársins, Steingrímur og Andri sem söngvari ársins og Magnús Öder sem framleiðandi ársins. Af þessum tilnefningum fékk Moses Hightower verðlaun fyrir lagahöfund ársins og textahöfund ársins.

Meðlimir Moses Hightower taka einnig þátt í öðrum verkefnum, þar á meðal amiina, Ojba Rasta, ADHD, Borko, Sin Fang, Tilbury, Mr. Silla og K-Trio.

Hljómsveitin kemur sjaldan fram sökum dreifðrar búsetu, þannig að ekki láta þessa sannkölluðu tónlistarveislu fram hjá ykkur fara!

Tékkaðu á þessu!

MOSES HIGHTOWER

2018-04-17T11:13:20+00:00