Rune Thorsteinsson og Body Rhythm Factory

Mars er mættur! Í dag byrjum við að kynna fyrir ykkur þá frábæra atburði sem búið er að teikna upp fyrir Eldinn 2018. Fyrsta atriðið sem við kynnum til leiks er hinn ótrúlega hæfileikaríki Rune Thorsteinsson en hann verður með verkefnið sitt Body Rhythm Factory í Félagsheimilinu Hvammstanga 25. júlí sem hluti af opnunarviðburði hátíðarinnar.

Danski tónlistarmaðurinn Rune Thorsteinsson er fæddur í Færeyjum en Thorsteinsson eftirnafn hans er komið frá íslenskum afa hans sem kom einmitt frá Dalvík.

Rune býr í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar sem tónskáld, flytjandi og kennari og semur nýja tónlist úr ólíkum stíltegundum og menningarheimum. Hann leggur mikla áherslu á samskipti við áhorfendur hvort sem er á tónleikum eða í gegnum tónlistarsmiðjur en hugmynd hans er að kynna börnum og fullorðnum fjölbreyttar og skapandi leiðir í tónlist.

Fékk hann dönsku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í flokki heimstónlistar árið 2014 og 2015 fékk Rune heiðursverðlaun Carl Price tónskáldsins. Rune er einn þriggja í hljómsveitinni Body Rhythm Factory, en áhrifarík dagskrá þeirra fyrir börn og ungmenni hlaut fyrstu verðlaun og alþjóðlega viðurkenningu Young Music Audiences YAM-samtakanna árið 2013. Rune var fastráðinn kennari við rytmíska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 2009-2014.

Tékkaðu á þessu!

MYNDBAND

2018-04-13T15:56:28+00:00