Skilmálar

Skilmálar2018-07-23T15:57:31+00:00

Upplýsingar

Þessi vefur (eldurihun.is) er í eigu Unglist í Húnaþingi, í gegnum þessa skilmála munu orðin “við” og “okkar” eiga við um fyrirtækið.

Þessi vefur og allt sem á honum er, er í boði okkar fyrir þig, notanda vefsins og er skilyrt af þessum skilmálum.

Með því að heimsækja þessa síðu og/eða kaupa eitthvað af okkur, hefur þú sjálfkrafa samþykkt að vera bundin/n af þessum skilmálum og þeim skilmálum sem kunna að vera hlekkjaðir við þá skilmála er á þessari síðu standa. Þessir skilmálar eiga við alla notendur síðunnar.

Vinsamlega lestu þessa skilmála vel. Skilmálarnir kunna að verða uppfærðir á hverjum gefnum tímapunkti. Ef þú ert ekki sammála skilmálunum getum við ekki með góðu móti samþykkt að þú notir síðuna eða þá þjónustu sem við bjóðum uppá í gegnum hana.

Unglist í Húnaþingi
Melavegur 7
530 Hvammstangi
Ísland

Netfang: eldur@eldurihun.is
s: 866-5390
Kt: 4206051530

Um notkun vefsins

Þér er velkomið að vafra um, kaupa vörur og almennt nota vefinn og það sem hann býður uppá.

Þér er ekki velkomið að nota neitt af þeim texta, myndum, grafík, vörum sem finnst á vefnum með ólöglegum eða ósamþykktum hætti. Þetta á einnig við um höfundaréttarvarið efni. Þú hefur ekki leyfi, undir neinum kringumstæðum, til þess að dreifa á þessum vef eða í gegnum þennan vef né neitt af þeim net- eða vefföngum sem kunna að tengjast þessum vef, vírusum, tölvuormum eða öðru sem telst vera eyðileggingartól.

Öryggis- og persónuskilmálar

Þær persónuupplýsingar sem við móttökum þegar viðskiptavinur framkvæmir kaup á þessari vefsíðu, er farið með sem trúnaðarupplýsingar og einungis nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.

Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Ef þú, sem viðskiptavinur okkar, vilt að upplýsingum um þig verði eytt úr gagnagrunni okkar, gerum við það með glöðu, sendu beiðni um þetta eldur@eldurihun.is

Kortaupplýsingar eru dulkóðaðar og allar greiðslur fara í gegnum öruggar greiðslugáttir.

Greiðslumáti

Þú getur greitt með korti eða millifærslu.

Greiðslur með korti fara í gegnum örugga greiðslugátt.

Virðisaukaskattur er innifalinn í verðum sem birt eru á síðunni.

Afhendingarmáti

Miðar á viðburði eru afhentir í gegnum tölvupóst.

Aðrar vörur þarf að sækja á skrifstofu Unglistar í Húnaþingi að Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra

In case of a complaint or dispute you should contact:

Unglist í Húnaþingi

Höfðabraut 6

530 Hvammstangi

Email: eldur@eldurihun.is

Sérstaklega um miðakaup og viðburði Elds í Húnaþingi

  • Vinsamlega athugaðu miðana þína, hvort réttar upplýsingar komi þar fram. Ekki er alltaf hægt að laga mistök við miðakaup eftirá.
  • Eftir að þú hefur keypt miða hjá Unglist í Húnaþingi, í gegnum eldurihun.is eða í gegnum síma hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum hjá Unglist í Húnaþingi, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður sá sem keyptur er miði á er haldinn innan 14 daga frá miðakaupum átt þú hins vegar í engum tilvikum rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að skipta miðanum fyrir annan viðburð, sbr. 10. gr. áðurnefndra laga, nema í þeim tilvikum er viðburður fellur niður.
  • Ef dagsetning á viðburð fellur niður er eigendum miðanna boðin sömu sæti á aðra dagsetningu (ef aðrar dagsetningar eru í boði). Ef eigendur miðanna komast ekki á breytta dagsetningu er þeim boðin endurgreiðsla miða. Beiðnir um endurgreiðslu skulu berast eldurihun.is eigi síðar en 28 dögum eftir dagsetningu viðburðar sem féll niður.
  • Ef keyptur miði er áframseldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir einhvern annan en aðila sem tengist viðburði beint, áskilur Unglist í Húnaþingi sér rétt til þess að ógilda miðann og neita handhafa inngöngu á viðburð.
  • Á sérstaka viðburði geta kaupendur keypt takmarkaðan miðafjölda. Unglist í Húnaþingi áskilur sér þann rétt að ógilda miða keypta umfram þann fjölda.
  • Eigandi miða tekur á sig alla ábyrgð á meiðslum sem gætu hlotist á undan, á meðan eða á eftir viðburð. Viðburðir eru á ábyrgð aðstandenda viðburða, ekki Unglist í Húnaþingi.
  • Aðstandendur viðburðar og Unglist í Húnaþingi taka enga ábyrgð á einkamunum eiganda miða á meðan viðburði stendur.
  • Meðferð áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna er bönnuð á öllum viðburðum sem Unglist í Húnaþingi selur á nema annað komi fram.
  • Aldurstakmark á viðburði ræðst eftir útivistartíma barnaverndarlaga og lögum um vínveitingahús. Börnum yngri en 18 ára er óheimilt að dvelja inni á veitingastað, sem leyfi hefur til áfengisveitinga. eftir kl. 20:00 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með forsjáraðila.

Geymdu miðann/miðana þína á öruggum stað, eins og þú myndir geyma fjármuni eða aðra miða. Unglist í Húnaþingi tekur ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna falsaðra eða afritaðra miða. Ef upp kemst um afritaða eða falsaða miða gæti ábyrgðarmaður viðburðar neitað öllum handhöfum miða inngangi á viðburð og krafist borgunar fyrir alla afritaða eða falsaða miða frá upprunalegum kaupanda. Dagsetning og tímasetning viðburða gæti breyst án fyrirvara.