Sunnyside Road – 28.júlí 2018

Það er kannski ekki komið stuttbuxnaveður, en sumarið er samt komið! Til að fagna sumrinu þá tilkynnum við í dag næstu hljómsveit sem kemur fram á hátíðinni í ár.

Sunnyside Road er hugljúf poppsveit úr bænum. Meðlimir hennar koma úr ólíkum áttum listaheimsins, svo sem úr djassi, klassískri tónlist, rokki, og leikhúsheiminum. Þau eiga það sameiginlegt að finnast gaman að koma fram og þau skapa hressa, heillandi, og einstaka tónlist. Sunnyside Road hjálpar okkur að halda upp á fjölskyldudaginn þann 28. júlí.

Tékkaðu á þessu!

GERUM EKKI NEITT MEÐ SUNNY SIDE ROAD

2018-05-04T13:15:04+00:00