Tatterdemalion – sprenghlægileg, fráleit og töfrandi sýning

Í ár færum við ykkur annan rómaðan alþjóðlegan viðburð – í þetta skiptið frá Bretlandi. Tatterdemalion er sprenghlægileg, fráleit og töfrandi gamansýning með hinum stórkostlega Henry Maynard (Flabbergast Productions).

Þjáningar, svartur húmor og fegurðarfræði Viktoríutímans blandast saman og skapa frábæran og dularfulla umgjörð ljóðrænnar og súrrealískrar ferðar. Umfram allt er þessi sýning algjörlega fáránleg. Það er ekkert talað í þessari sýningu, bara hreinn og tær líkamlegur gamanleikur sem passar öllum aldursflokkum, þannig að þessi sýning er fyrir alla, burtséð frá aldri og tungumálaþekkingu.

Tatterdemalion var tilnefnd til verðlauna fyrir besta gamanleikinn á Fringe World hátíðinni í Perth, Ástralíu í ár og hefur verið sýnd um allan heim. Þessi verðlaun eru veitt fyrir bestu sýningu í hverjum flokki fyrir sig. Sýningar eru metnar af hópi yfir 100 sjálfboðaliða þvert á hinar skapandi greinar og verðlaunin eru alþjóðlega viðurkennd.

Og skoðið þessa dóma víðsvegar að úr heiminum:

„Trúðsleikur hefur aldrei verið svona heillandi eða niðursökkvandi“
★★★★★ Three Weeks

„Meistaralegur líkamlegur gamanleikur“
★★★★★ Ed Spotlight

„Fyndið, tilfinninganæmt, og vitrænt“
★★★★★ Arts Award Voice

„Algjörlega fangandi”
★★★★★ One4Review

„Frábærlega fráleitur klukkutími af líkamlegum gamanleik og fallegum sjónáhrifum leiknum af töfrandi nákvæmni. Óheft sköpunargáfa á útopnu”
-Younger Theatre

Tékkaðu á þessu!

MYNDBAND

2018-05-04T14:31:24+00:00