Loading...
Um Eld í Húnaþingi2018-05-04T15:45:03+00:00

Eldur í Húnaþingi

LISTAHÁTÍÐ Í HÚNAÞINGI VESTRA

Nú þegar við búum okkur undir að halda Eld í Húnaþingi í 16. skipti er kannski komin tími til að staldra við og skoða tilurð þessa mikilvæga árlega atburðar hér í Húnaþingi vestra.

Eldur er meira en bæjarhátíð. Eldur er stundin þar sem við segjum frá því hver við erum og það er síbreytilegt – á Eldi fögnum við fortíð okkar og fjárfestum í framtíð okkar í Húnaþingi vestra. Þetta er stund þar sem við komum saman og einfaldlega fögnum því að vera til á sama tíma. Stund þar sem við njótum samvista við fjölskylduna, hittum gamla og nýja vini, hlustum á góða tónlist, fáum innblástur og njótum sumarsólarinnar. Eldur hefur verið haldin árlega frá því 2003 og er tilhlökkunarefni meðal bæði íbúa og gesta.

Samfélag hefur mismunandi þýðingu fyrir mismundandi fólk. Fyrir suma er samfélag landfræðilegt, fyrir öðrum snýst það um að hitta fólk sem deilir sömu áhugamálum. Mér finnst þetta snúast um hvorutveggja, en án vafa skiptir staðarvitund, samþykki og stuðningur mestu. Við erum öll hluti margra samfélaga á sama tíma. Sumum þeirra tengjumst við betur en öðrum, en við tengjumst auðvitað öll.

Það er mín trú að Eldur sé vettvangur þar sem allt landsvæðið okkar tengist – að Eldur komi saman fólki á öllum aldri með ólík áhugamál, bakgrunn og þjóðerni með það að markmiði að gefa öllum tækifæri til sameiginlegrar upplifunar.

Á hverju ári kemur Eldsstjórinn með sína eigin sýn að borðinu, og undirbúningur hefst. Áhugasvið, persónuleikar, og reynsluheimar allra stjórnendanna og sjálfboðaliðanna í gegnum tíðina hafa búið til einstaka blöndu samfélags- og menningaratburða – allt frá íslenskum hljómsveitum og listamönnum í fremstu röð að námskeiðum þar sem þeir færustu í heimabyggð miðla þekkingu sinni. Þessi sérstaka blanda er áskorun fyrir hvaða hátíðarstjórnanda sem er. Þetta veltur að stórum hluta á tíma og áhuga sjálfboðaliða, allt þetta skapar hátíð með djúpar rætur í samfélaginu okkar í Húnaþingi vestra.

Það hefur verið mér sönn ánægja að vinna með áhugasamri og duglegri Eldsnefnd og sjálfboðaliðum í ár og ég er yfir mig spennt yfir hátíðinni sem við settum saman fyrir ykkur – hún er fjölbreytt og á henni eru atburðir sem við vonum að muni vekja áhuga allra. Í ár eru nokkrir nýir atburðir, þar á meðal atburðir fyrir fjölskyldur með lítil börn og tvær erlendar verðlaunauppákomur – Body Rhythm Factory og Tatterdemalion. Við bjóðum líka upp á tvær listasýningar eftir táninga og börn á svæðinu sem verða í gangi alla hátíðina, óvæntar uppákomur og sýningar, og margt af því vinsælasta frá fyrri árum sem fests hefur í sessi verður áfram.

Og þá verða þessi orð ekki fleiri. Nú ætla ég að leyfa ykkur að skoða dagskránna í rólegheitunum og hlakka til að sjá þig á hátíðinni sem og alla aðra daga.

Gleðilega hátíð!

Greta Clough,
Listrænn stjórnandi, Elds í Húnaþingi 2018

TÓNLIST • NÁMSKEIÐ • INNBLÁSTUR
DAGSKRÁ VÆNTANLEG

Fréttir

UNDIRBÚNINGUR DAGSKRÁ HÁTÍÐIN

Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta, vinsælasti farandleikhópur landsins, kemur til Hvammstanga 29. júlí með sumaruppfærslu sína, Gosa. Hægt að kaupa miða fyrirfram eða við dyrnar. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Eldraunin

Það er aftur mánudagur, sem þýðir að við erum með nýjar fréttir. Nú er eins gott að fara að æfa sig því nú verður keppt í Eldrauninni! Heimafólk

Tékkaðu á þessu!

MYNDBAND