Project Description

Tröllabrúðunámskeið

Sökktu þér í þjóðsögurnar um íslensku tröllin og gefðu sköpunargleðinni lausan tauminn þegar þú skapar þína eigin tröllabrúðu úr náttúrulegum og endurnýttum efnivið. Vinnustofan er leidd af brúðumeistaranum Gretu Clough frá hinu margverðlaunaða Handbendi Brúðuleikhúsi.

Hentar öllum aldri. Börn yngri en 8 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Hver vinnustofa er 45- 60 mínútur.
Takmarkaður fjöldi kemst að. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Viðburðinn á Facebook má skoða hér.

Staðsetning: Handbendi Brúðuleikhús

Dagsetning: Fimmtudagur 21. júlí

Tími: 11:00 – 12:00

Verð: Ókeypis

HVENÆR

Fimmtudaginn 21. júlí 2022
kl. 11:00 til 12:00

HVAR

Handbendi Brúðuleikhús

Eyrarlandi, 530 Hvammstangi