Project Description

Útimarkaður

Laugardaginn 23. júlí verður útimarkaður á meðan á fjölskyldudegi Eldsins stendur. Langar þig til að vera með bás (borð) fyrir þína vöru? Því fleiri því skemmtilegra. Plássið er endurgjaldslaust og er áætlað að markaðurinn standi frá kl. 12:00 til kl. 16:00. Ertu að framleiða vöru sem þig langar til að selja? Ertu að losa þig við innanstokksmuni og sérð fyrir þér mögulega kaupendur? Er Rúni frændi búinn að vera leiðinlegur og þig langar til að selja hann? Það er reyndar bannað. Bara svo það sé á hreinu. En söluhugmyndirnar eru óteljandi!

Endilega sendu okkur línu á netfangið eldurihun@gmail.com ef þú vilt vera með sölu- eða sýningaborð á Eldinum þetta árið.

Staðsetning: við Félagsheimilið á Hvammstanga

Dagsetning: Laugardagurinn 23. júlí

Tími: 12:00 – 16:00

HVENÆR

Laugardaginn 23. júlí 2022
kl. 12:00 til 16:00

HVAR

við Félagsheimilið á Hvammstanga

, 530 Hvammstangi