Eldsmót í pílukasti 2025
Pílufélag Hvammstanga ætlar að endurtaka leikinn og verður með Eldsmót í pílukasti á þriðjudegi hátíðarinnar. Það er alveg bullandi stemmning á þessu móti á hverju ári og verður ekki öðruvísi í ár.
Helstu upplýsingar eru þær að mótið fer fram þriðjudaginn 22. júlí n.k. í aðstöðu Pílufélags Hvammstanga á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga. Næst helst upplýsingar eru þær að mótið er fyrir 18 ára og eldri og mótsgjald er 3.500 kr., en 2.500 kr. fyrir meðlimi Pílufélags Hvammstanga.
Í boði eru 32 pláss sem fara án efa hratt. Stórglæsileg verðlaun verða veitt og til sölu verða samlokur og ískaldur á dælu.
Getur þetta klikkað? Neh, við höldum ekki.
Húsið opnar kl. 17:00 og hefst keppni kl. 18:00.
Skráningar hér.
Staðsetning: Félagsheimilið á Hvammstanga, neðri hæð.
Dagsetning: Þriðjudagur 22. júlí
Tími: 18:00 – 24:00
Verð: 3.500 kr.
HVENÆR
Þriðjudaginn 22. júlí 2025
kl. 18:00 til 24:00
HVAR
Félagsheimilið á Hvammstanga, neðri hæð
Klapparstíg, 530 Hvammstangi