Eldur í Húnaþingi2025-06-26T09:26:41+00:00

202522.-27. júlí Eldur í Húnaþingi

Eldur í Húnaþingi
22.-27. júlí 2025

HÚNAÞING VESTRA

Eldur í Húnaþingi

Eldur í Húnaþingi er árleg hátíð á Hvammstanga sem hóf göngu sína árið 2003. Hátíðin hefur tekið mörgum breytingum frá því hún var fyrst haldin. Fyrst um sinn var hátíðin unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungi fólki í Húnaþingi vestra. Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg með ári hverju en hún ræðst oftar en ekki af áhugasviði stjórnenda.

Hér má svo hlusta á lag sem samið var fyrir hátíðina forðum daga. Unglistarlagið svokallaða.
Endilega smellið á „play“ og fáið stemninguna í æð.
Lag: Júlíus Róbertsson
Texti: Júlíus Róbertsson og Guðjón Valgeir Guðjónsson
Söngur: Valdimar Halldór Gunnlaugsson
Hljóðfæri: Daníel Trausti Róbertsson og Júlíus Róbertsson

Dagskrárbrot

Og svo miklu miklu meira í boði…

Glugga í bæklinginn ...->

Fyrir þau ykkar sem vilja prenta dagskrána út heima, í allri sinni litadýrð, þá er hægt að finna pdf útgáfu hér .

Hátíðarfregnir

Skráningar í Vatnsnes Trail Run

Nú eru heldur betur komnar ítarupplýsingar fyrir Vatnsnes Trail Run sem er viðburður á föstudegi hátíðarinnar. Ekki nóg með það, heldur er búið að opna fyrir skráningar. Það er ekkert of seint að kaupa skó og hita upp fyrir hlaupið

Yfirlýsing frá nefndinni

2. júlí 2025|

Forsalan sprakk í gær. Það má segja það. Þið voruð einstaklega dugleg að hafa fyrir því að mæta í röðina

Forsalan er í dag!

Í dag er dagurinn. Eina forsalan sem verður á miðum á viðburði Eldsins í ár. Við viljum ekki að þið

Skráningar á Melló Músika

Nú. Er ekki kominn tími á skráningar á Melló Músika? Þið vitið. Viðburðurinn þar sem heimafólk (í allskonar skilningi) stígur

Forsala miða

Forsala á viðburði hátíðarinnar fer fram þriðjudaginn 1. júlí milli kl. 20:00 og 22:00. Það margborgar sig að mæta á

Styrkveitendur Elds í Húnaþingi 2025

Við erum afar þakklát fyrir þau fyrirtæki sem hafa ljáð okkur styrk sérstaklega þetta árið.
Allt hjálpar. Hér er hluti þeirra.
Takk kærlega! Þið eruð frábær!

Fastir styrktaraðilar hátíðarinnar

Go to Top