Einn af föstum liðum sem fléttast inn í hátíðina er heimaleikur Kormáks Hvatar á Hvammstangavelli. Árið 2022 tók liðið á móti Vængjum Júpiters og sigraði í þeim leik, 2-0. Í ár tekur liðið á móti KFS (Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund) frá Vestmannaeyjum.

Það er hins vegar agnarsmá breyting á þessum dagskrárlið sem hefur verið kl. 17 á laugardegi hátíðarinnar. Í ár hefst leikurinn kl. 15:30 á laugardeginum. Best að punkta það hjá sér.

Meira um það á viðburði Kormáks Hvatar hér á Facebook.