Margar hendur vinna létt verk og það vantar heldur betur hendur á Eldinn. Ef þig langar til að leggja hönd á plóg og hefur tíma – þarf ekki að vera meira en t.d. ein klst. en má vera meira – þá endilega láttu heyra í þér!

Þrjár vikur til stefnu og við erum að skipuleggja eins og vindurinn. Það er ýmislegt sem þarf hendur í og það er alls ekki svo að það sé allt erfiðis verk. Það þarf að skipuleggja raðir við veltubílinn, ganga frá eftir brekkusönginn, setja upp borð fyrir tónlistarbingó og margt, margt fleira. Ef þú vilt vera með þá sendu okkur línu á netfangið eldurihun@gmail.com .

Höfum gaman saman á Eldi í Húnaþingi 2022!