Þá er komið að því. Við erum klárlega ekki tilbúin. Bara alls ekki.
Lokadagur Elds í Húnaþingi 2022 er runninn upp.

Tveir viðburðir eru á dagskrá í dag.

Fyrst er það Tónlistarmessa kl. 14:00 í Hvammstangakirkju. Messa með léttari ívafi en þjóðkirkjufólkið þekkir.

Síðan er komið að lokaviðburði Eldsins. Honum verður slúttað með kökuhlaðborði kvenfélaganna á svæðinu kl. 15:30 í Grunnskóla Húnaþings vestra. Tilvalið að fá sér í gogginn. Eldri en 16 ára greiða 500kr og rennur allur ágóði til kvenfélaganna á svæðinu sem nýtir hann svo til góðs í samfélaginu okkar.

Njótið!