Föstudagur þýðir bara eitt. Eða. Mögulega miklu fleira en eitt, en í dag þýðir það bara eitt. Næsti myndaskammtur. Og þetta er sennilega sá næstsíðasti. Ótrúlegt en satt.

Það er enn þannig að það var hún Eydís Ósk Indriðadóttir sem tók myndir fyrir hátíðina í ár og ef myndin er ekki merkt henni, þá hefur einhver sérlegur góðtemplari rétt hátíðinni hjálparhönd og smellt af. Eins er líka gott að minnast á að ef einhverjum er illa við að hafa mynd af sér birta hér, þá er sjálfsagt að verða við þeirri bón. Athugasemdir um slíkt sendist á eldurihun@gmail.com.

Að þessu sinni gefur að líta myndir frá BMX Brós sýningunni og þrautabrautinni, tónlistarbingói Diskódísa, knattspyrnuleik Kormáks og KFS og fjölskylduskemmtuninni með Sveppa og Villa.

Gjöööriði svo vel.

BMX Brós

Tónlistarbingó Diskódísa

Kormákur – KFS

Sveppi og Villi