Vitið þið hvað? Við erum með glænýja viðbót í dagskrá DiskóElds í Húnaþingi! Viðbótin er því ekki í prentaða bæklingnum, heldur aðeins upplýsingar um hann hér á vefnum. Þið megið því endilega láta orðið berast.
Þau Kathrin og Ásgeir í Brautarholti í Hrútafirði ætla að bjóða gestum að kíkja í sveitastemningu á meðan á hátíðinni stendur.Gestum gefst tækifæri á að gefa heimalningunum á bænum, rölta um og kíkja í fjós – eða bara fá svör við spurningum sem tengjast sveit og búskap.
Það eina sem þarf að gera áður er að hringja í síma 844 0844 (Kathrin) til að athuga hvort þau eru heima til að taka á móti ykkur.