Um Eld í Húnaþingi

Eldur í Húnaþingi er hátíð í Húnaþingi vestra sem hefur verið haldin árlega allt frá árinu 2003. Fyrst um sinn var hátíðin unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungi fólki í Húnaþingi vestra. Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg með ári hverju en hún ræðst oftar en ekki af áhugasviði stjórnenda. Dagskráin hefur oftar en ekki innihaldið fjölmarga tónlistarviðburði, námskeið, dansleiki, viðburði með íþróttalegu ívafi, svo eitthvað sé nefnt. Mikil áhersla hefur verið lögð á að fólk á öllum aldri geti fundið eitthvað við sitt hæfi og að sem flestir viðburðir séu gestum að kostnaðarlausu. Að þessu sögðu leggja skipuleggjendur mikla áherslu á að safna styrkjum á ári hverju, að ógleymdri þeirri gríðarlegu óeigingjörnu sjálfboðavinnu sem margir skipuleggjenda og annarra sem að hátíðinni koma leggja til.

Hátíðin hefur oftar en ekki verið með dagskrá frá miðvikudegi til laugardags og jafnvel hefur hún teygt sig til sunnudags. Það veltur allt á dagskrárstjórum. Hins vegar er hálfgerð fest í því að miðað er við að helgin sem um ræðir sé sú síðasta í júlímánuði ár hvert. Á meðan á hátíðinni stendur er gjarnan brugðið á að vera með hefðbundna hverfakeppni.

Eldur í Húnaþingi hefur mikið gildi fyrir íbúa Húnaþings vestra en hátíðin einkennist af mikilli samheldni meðal íbúanna þar sem þátttaka er lykilatriði.

Umsjónaraðilar

Eftirtaldir aðilar eru þeir sem fara fremstir í flokki vegna hátíðarinnar í ár, en þetta er engan veginn tæmandi talning enda eru sjálfboðaliðar og aðrir sem koma að hátíðinni oft á tíðum mun fleiri. Það er ómetanlegt.

Viltu vera með?

Arnar

Umsjón

Brynja

Umsjón

Halla

Umsjón

Herdís

Umsjón

Jessica

Umsjón

Jóhanna

Umsjón

Smári

Umsjón

Sveinbjörg

Umsjón

Við víða á YouTube

Umsjónaraðilar fyrri hátíða

2020 – Arnar, Ásdís, Baldvin, Dagrún, Fríða, Jakob, Karen Ásta, Róbert og Viktor
2019 – Greta Clough
2018 – Greta Clough
2017 – Menningarfélag Húnaþings vestra
2016 – Mikael og Sólrún
2015 – Sigurvald
2014 – Gunnar Ægir og Hulda Signý
2013 – Gerður Rósa
2012 – Hildur og Hrund
2011 – Hrafnhildur Ýr
2010 – Helga Hin. og Sveinbjörg
2009 – Daníel Geir, Gunnhildur, Helga Hin. og Siggi Holm
2008 –  Anna Dröfn, Gunnar Ægir, Kjartan , Tómas Örn og Valdimar
2007 – Hjördís Bára Hrafnhildur og Sveinbjörg
2006 – ….
2005 – Aldís, Björgvin, Halldór, Kristín og Valdimar
2004 – Elísa, Kjartan, Kristín, Rakel og Þorvaldur
2003 – Arnar Birgir, Elísa Ýr, Kjartan, Kristín, Sigurvald og Þorvaldur