Project Description
Unglistarmót í pílukasti
Það er komið að þessu! Stærsta pílumót sem haldið hefur verið í Húnaþingi vestra! Mótið verður haldið á neðri hæð félagsheimilisins. Pílufélagið verður með léttar veigar til sölu.
Skráning er hafin hér og lýkur skráningu þremur klukkustundum fyrir mót. Húsið opnar kl. 18:00 en mótið hefst kl. 19:30. Keppendur þurfa að vera mættir í seinasta lagi kl. 19:00 til að staðfesta mætingu. Frábær verðlaun verða veitt fyrir efstu sætin ásamt öðrum auka verðlaunum.
Húsið er opið öllum og hvetjum við alla til að mæta, horfa og styðja menn áfram. Áætlað er að úrslitaleikurinn verði spilaður um kl. 22:30. ATH frítt er á mótið.
Guðni frá Peelan.is mætir á svæðið með pop up verslun þar sem þú getur verslað allt það helsta sem tengist pílukasti!
Það er að sjálfsögðu viðburðarsíða á Facebook, sem hægt er að skoða hér.
Staðsetning: Félagsheimilið á Hvammstanga
Dagsetning: Þriðjudagur 19. júlí
Tími: 18:00 – …
Verð: Ókeypis
HVENÆR
Þriðjudaginn 19. júlí 2022
kl. 18:00 til …
HVAR
Félagsheimilið á Hvammstanga
Klapparstíg, 530 Hvammstangi