Líkt og í fyrra verður útimarkaður á fjölskyldudegi hátíðarinnar í ár. Alltsvo, þau sem hafa áhuga á að vera með sölupláss á útimarkaði á laugardeginum skulu panta borð með því að senda skilaboð á Eld í Húnaþingi í gegnum Facebook.
Ertu ekki búin/-nn/-ð að vera að föndra eitthvað sem væri sniðugt að selja?
Þarftu ekki að losa þig við eitthvað sem væri fínt að fái endurnýjun lífdaga í annarra höndum?
Vertu með í að skapa skemmtilega sölubásastemmningu.