Eldur í Húnaþingi 2025 verður haldin dagana 22.-27. júlí. Eins og venjan er þá framkvæmd hátíðarinnar í höndum þeirra aðila sem um það sækja og hreppa svo hnossið það árið.
Að þessu sinni var það úrvalslið manna sem ætlar að græja hátíðina í ár og lofa þeir stórgóðri skemmtun.Við sjáum mynd. Hér að ofan. Ef einhver er að velta því fyrir sér hvort átt hefur verið við myndina, þá segjum við „no, comment“.
Þetta eru þeir Patti kokkur, Æbbi ljós, Svenni Gunn, Óli minn, Biggi Sporður og síðastir en alls ekki sístir… bræðurnir Hannessynir, Balli og Valli.