Þá er komið að næsta degi og það er heldur ekkert slor í boði í dag. Það sem meira er að Eldurinn verður tendraður í dag – og því hátíðin formlega sett.
Ok. Förum yfir miðvikudagsdagskrána.
Kl. 09:30 Vísindanámskeið fyrir árg. 2015-2018. Grunnskóli Húnaþings vestra.
Kl. 11:00 Vísindanámskeið fyrir árg. 2011-2014. Grunnskóli Húnaþings vestra.
Kl. 14:00 FIFA-mót. Félagsmiðstöðin Óríon
Kl. 15:00 Fjölskyldutónlistarbingó. Félagsheimilið á Hvammstanga, efri hæð.
Kl. 16:00 Í framhaldinu verður Eldurinn tendraður við félagsheimilið, ásamt því að tónlistaratriði verður, dans og sýning á ljósmyndum Jóns Frímanns.
Kl. 21:00 Tónlistarbingó fyrir 18 ára og eldri. Félagsheimilið á Hvammstanga, efri hæð.
Þið munið samt að vísindanámskeiðin eru uppseld.
Ef þið viljið prenta út dagskrá dagsins heima, þá gætuð þið gert það hér.
Njótið dagsins!