Hér eru upplýsingar sem best er að vista hjá sér. Eða reyndar er best að hendast bara beint í skráningarnar, því að í sumum tilvikum eru aðeins ákveðið mörg pláss í boði. Þetta er bara eins og með miðasöluna. Fyrstir koma – fyrstir fá.
Jæja. Hefjum upptalningu.
Borðtennisnámskeið
Tveggja daga námskeið á vegum Borðtennissambands Íslands sem endar á Eldsmótinu í borðtennis. Ekkert námskeiðsgjald.
Miðvikudagur 23. júlí kl. 14:30-16:00.
Fimmtudagur 24. júlí kl. 11:00-12:00. Mótið hefst svo kl. 13:00.
Skráningar hér.
DJ námskeið
KurtHeisi verður með DJ námskeið fyrir 13 ára og eldri föstudaginn 25. júlí kl. 15:00. Námskeiðið verður á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga. Ekkert námskeiðsgjald.
Skráningar hér.
FIFA mót
Haldið í Félagsmiðstöðinni Óríon miðvikudaginn 23. júlí kl. 13:00. Tveir í liði – skrá þarf báða í einu. Ekkert mótsgjald.
Skráningar hér.
Folfmót Rikkarans
Frisbígolfmót fyrir 18 ára og eldri mánudaginn 21. júlí kl. 20:00. Haldið á frisbígolfvellinum í Kirkjuhvammi. Mótsgjald er 2.000 kr. og einn drykkur fylgir.
Skráningar hér.
Folfnámskeið
Folfarinn.is verður með námskeið í frisbígolfi mánudaginn 21. júlí kl. 16:00. Haldið á frisbígolfvellinum í Kirkjuhvammi. Lánsdiskar í boði og frisbívörur til sölu. Ekkert námskeiðsgjald.
Skráningar hér.
Heimsmeistaramótið í Kínaskák
Heimsmeistaramótið í Kínaskák verður föstudaginn 25. júlí í Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 12:00. Einstaklingskeppni þar sem veitt verða verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. Það má vissulega skrá sig á staðnum en þá þarf fólk að mæta tímanlega. Best væri að fólk myndi skrá sig á Uppvakning@gmail.com eða mela5vegur@gmail.com. Þátttökugjald er 2.500 kr. og innifalið er kaffi og rjómavöfflur.
Kokkað með Patta og Valla
Patti og Valli kenna ýmsar kúnstir í eldamennsku í grillskúrnum á Tjaldsvæðinu í Kirkjuhvammi föstudaginn 25. júlí kl. 16:00. 18 pláss í boði og börn verða að koma í fylgd með fullorðnum. Ókeypis.
Skráningar hér.
Kokteilanámskeið
Námskeið á vegum Brons, Keflavík, fimmtudaginn 24. júlí kl. 17:00 á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga. 6.000 kr. skráningargjald. Innifalið í því er allt hráefni og frír bjór á meðan á neámskeiði stendur. Keppni í lokin með vinningum frá Brons, Losta, Sel matstofu, North West og Ölgerðinni. Aldurstakmark er 20 ár og 25 pláss í boði. Mælst er til þess að 3-5 séu saman í hóp.
Skráningar hér.
Mocktailnámskeið
Námskeið á vegum Brons, Keflavík, föstudaginn 25. júlí kl. 13:00 á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga. 13 ára aldurstakmark og ekkert námskeiðsgjald.
Skráningar hér.
Sápuboltinn
Keppni í sápubolta verður á túninu fyrir neðan Félagsheimilið á Hvammstanga laugardaginn 26. júlí, kl. 13:00. Fimm manns inná og einn varamaður.
Skráningar hér.
Unglingapílumót 14-17 ára
Pílumót fyrir unglinga þriðjudaginn 22. júlí kl. 16:30 í aðstöðu Pílufélags Hvammstanga á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga. Ekkert mótsgjald.
Skráningar hér.