Það ætlaði allt um koll að keyra þegar forsala miða á Melló Músika, föstudagstónleikana og laugardagsballið fór fram í síðustu viku. Skemmst er frá því að segja að þar myndaðist alllöng röð. Þorrablótsröð gætu sumir kallað hana.

Miðarnir runnu út og það seldist upp á nóinu. Sumir sátu eftir með sárt ennið, því færri fengu en vildu.

Nú geta allir tekið gleði sína á ný – þeas ef þeir vilja mæta á föstudagstónleikana og/eða laugardagsballið. Það er nefnilega búið að bæta við 100 miðum per kvöld. Miðasalan fer frá á föstudegi hátíðarinnar – um miðjan dag. Nánari upplýsingar um það koma síðar. Það sem við getum hins vegar sagt er að það er aðeins hægt að kaupa tvo miða per viðburð á mann. Og að þetta er allra síðasta miðasalan. Svo nú er að merkja þetta í dagatalið.

Það er samt uppselt á Melló Músika. Svona ef einhver var að velta því fyrir sér.