Ert þú ein/einn/eitt af þeim sem fékkst ekki miða á Melló Músika og hefur fellt nokkur krókódílatár yfir því? Við skiljum þig. Þetta er vissulega einn af hápunktum hátíðarinnar má segja. Við lumum á svolitlu fyrir ykkur.

Sko. Við ætlum að bjóða upp á streymi frá Melló Músika gegn vægu gjaldi. Það verður því hægt að hlusta á atriði heima í stofu í huggulegheitum. Já eða bara á tjaldsvæðinu. Svo framarlega sem tæknin stríðir okkur ekki. Athugið þó að þetta streymi er aðeins frá Melló Músika, ekki Ljótu Hálfvitunum.

Meira um þetta á morgun.