Sú breyting hefur orðið á dagskrá hátíðarinnar að félagsvistin, sem vera átti í VSP húsinu á föstudaginn, dettur út.
Við erum að sjálfsögðu búin að uppfæra dagskrána miðað við þessar upplýsingar á vefnum okkar hér – enda verður alltaf best uppfærða dagskráin þar.

Það er hins vegar ekki hægt að breyta útprentaða eintakinu, svo þið megið gjarnan láta þessa breytingu berast til eyrna þeirra sem gætu þurft á þeim upplýsingum að halda og heimsækja internetið ekki oft.