Hérna. Nú fara dagskrárliðirnir heldur betur að rúlla. Það má segja að þeir séu þrettán í dag nefnilega.

Það verður krakkaföndur, skákkennsla, ljósmyndasýningin Fl(j)óð, Makbeð, Heimsmeistaramótið í Kínaskák, harmonikkukynning, kaffihúsastemmning, fjölskyldufjör með Sveppa og Villa, aukaopnun hjá Selasetri Íslands og svo Melló Músíka og Flagarasveitin. Þannig að. Fullt fyrir krakkana og líka bara fjölskylduna alla – og svo fullorðna þegar líða tekur á kvöldið.

Við viljum síðan tilkynna það að skráningum á Melló Músíka er lokið og atriðin klár. Húsið opnar kl. 20:30 í kvöld og Melló hefst kl. 21:00.

Hér geturðu prentað út A4 yfirlit yfir daginn.
Allar ítarupplýsingar er að finna hér á vefnum undir Dagskrá.