Nú, eins og þið vitið þá er Pubquiz Patta ft. Baldvin á dagskrá kl. 21:00 í kvöld í Félagsheimilinu Hvammstanga. Pubquizið er liðakeppni og það eru þrír til fjórir í hverju liði. Það er sennilega gott að vita, ef þið viljið fara í liðaval áður en keppni hefst. Já og jafnvel æfa ykkur heima?
En það er líka hægt að mæta á staðinn og sjá hvort það er ekki laust pláss í liði. Það er alveg möguleiki.
Eldsbarinn verður á svæðinu og því er 18 ára aldurstakmark.
Talandi um Eldsbarinn. Það verður Happy Hour millli kl. 20:00 og 21:00 á Eldsbarnum.
Hvar? Jú, í Félagsheimilinu Hvammstanga.