Jæja. Þá er það laugardagurinn. Sváfum við yfir okkur hér á heimasíðunni? Kannski. Allavega. Dagskráin er nefnilega hafin núna.

Kl. 10:00 hófst Krílastund á Bókasafninu. Ókeypis.

Kl. 10:00 hófst líka Sápurennibrautin á Bangsatúninu. Eitt sem við viljum taka fram varðandi hana. Það er að krakkar (já og bara allir) eru þar á eigin ábyrgð. Ókeypis.

Kl. 11:00 verður Prjónakeppni í SP húsinu. Mæting er samt kl. 10:30 fyrir keppendur. Þrír eru saman í liði og það þarf ekki að koma með tilbúið lið. Þeim sem ekki eru í liði verður raðað í lið. Ókeypis.

Kl. 11:30 fer Eldraunin 2025 af stað við Félagsheimilið Hvammstanga. Það er áttunda árið í röð sems ú keppni er haldin. Ókeypis.

Kl. 12:00 opnar svo Kastalar leiktækjaleiga, sem er líka við Félagsheimilið Hvammstanga.

Kl. 12:00 hefst svo Fjölskyldudagurinn formlega. Þar kennir ýmissa grasa. Þar verða markaðsborð, leikir, Vísinda Villi, Wally trúður og við vitum ekki hvað og hvað! Já og þetta er líka við Félagsheimilið Hvammstanga.

Kl. 13:00 hefst Sápuboltinn við Félagsheimilið Hvammstanga. Fimm manns inná og einn varamaður. Skráningar hér. Hér eru keppendur líka á eigin ábyrgð. Ókeypis.

Kl. 15:00 opnar Fanzone Kormáks/Hvatar á Sjávarborgarvellinum í Kirkjuhvammi. Upphitun fyrir leik Kormáks/Hvatar gegn Ægi. Ókeypis.

Kl. 17:00 hefst svo fótboltaleikur á Sjávarborgarvellinum þar sem Kormákur/Hvöt tekur á móti Ægi. Ókeypis.

Við lokum svo laugardeginum á balli með Skítamóral. Það hefst kl. 22:00. 18 ára aldurstakmark og árið gildir.