Eigi síðar en akkúrat á morgun hefjast leikar. Mánudagurinn er tileinkaður Folf íþróttinni. Fyrst er það námskeiðið og svo er Folf-mót. Það er því að detta í allra síðasta séns að skrá sig.
Folfarinn.is verður með námskeiðið í frisbígolfi og hér er hægt að skrá sig á það. Lánsdiskar í boði og frisbívörur til sölu. Ekkert námskeiðsgjald.
Frisbígolfmótið er svo fyrir 18 ára og eldri og skráningar fyrir það eru hér. Mótsgjald er 2.000 kr. og einn drykkur fylgir.