Jæja – tíu dagar í formlega setningu Elds í Húnaþingi 2023. Hátíðina sem skapaðist fyrir tilstuðlan ungs fólks í sveitarfélaginu og lifir nú góðu lífi 20 árum síðar.

Dagskráin er nú kunngerð hér á vef hátíðarinnar og verður svo von bráðar á pappírsformi. Endilega kíkið á og farið að plana hátíðardagana. Athugið að ef uppfæra þarf hátíðardagskrána þá verður það gert hér á eldurihun.is. Þar eigið þið alltaf að geta gengið að því að finna réttustu upplýsingarnar hér.

Upplýsingar um hátíðararmbandið, hvað það felur í sér og hvernig hægt verður að nálgast það birtast svo hér áður en þið gangið til náða á morgun. Sennilega mjög áður. Hvenær gangið þið annars til náða?