Púttmótið Flemming Open verður að sjálfsögðu á Eldinum í ár eins og síðustu ár og verður það í 13. skipti sem mótið er haldið. Spilað verður á púttvelli Húnaþings vestra við Heilbrigðisstofnun Vesturlands, á föstudeginum kl. 16:00.

Eins og venjulega er keppt í unglingaflokki stúlkna og drengja 16 ára og yngri og síðan í flokki 17 ára og eldri kvenna og karla. Leiknar er 2 x 18 holur. Þrír fyrstu í hverjum flokki vinna til verðlauna.

Ekkert þátttökugjald – bara mæta.