Project Description

Prjónakeppni

Keppt verður í prjóni í VSP húsinu laugardaginn 29. júlí kl. 11:00. Þrír eru saman í liði og það þarf ekki að koma með tilbúið lið, heldur verður hægt að mæta hálftíma fyrr og mynda lið þá. Búið verður að fitja upp á og tengja í hring – allt tilbúið til alð vinda sér beint í að prjóna. Hver einstaklingur prjónar í 5 mínútur. Það lið sem nær lengsta bútnum sigrar. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.

Árið 2022 kepptu sjö lið í prjónakeppninni og stemmningin var frábær.
Þetta er skemmtilegur leikur og það væri frábært að fá fullt af ungum prjónurum á öllum aldri

Skráningar fara fram hér.

Staðsetning: VSP húsið

Dagsetning: Laugardagur 29. júlí

Tími: 11:00 – …

Verð: Ókeypis

HVENÆR

Laugardaginn 29. júlí 2023
kl. 11:00 til …

HVAR

VSP húsið

Brekkugötu, 530 Hvammstangi