Jæja. Það þarf nú bara sér frétt fyrir Eldsmótið í pílukasti. Og það hefur nú verið þannig síðustu ár að það hefur selst upp á það. Sum sé, færri komist að en vilja. Svo þessi frétt er líka mikilvæg.
Helstu upplýsingar eru þær að mótið fer fram þriðjudaginn 22. júlí n.k. í aðstöðu Pílufélags Hvammstanga á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga. Næst helst upplýsingar eru þær að mótið er fyrir 18 ára og eldri og mótsgjald er 3.500 kr., en 2.500 kr. fyrir meðlimi Pílufélags Hvammstanga.
Í boði eru 32 pláss sem fara án efa hratt. Stórglæsileg verðlaun verða veitt og til sölu verða samlokur og ískaldur á dælu. Skráningar á mótið eru hér.
Getur þetta klikkað? Neh, við höldum ekki.
Húsið opnar kl. 17:00 og hefst keppni kl. 18:00.
Leyfið skráningum að streyma inn!