Eldur í Húnaþingi
Eldur í Húnaþingi er árleg hátíð á Hvammstanga sem hóf göngu sína árið 2003. Hátíðin hefur tekið mörgum breytingum frá því hún var fyrst haldin. Fyrst um sinn var hátíðin unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungi fólki í Húnaþingi vestra. Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg með ári hverju en hún ræðst oftar en ekki af áhugasviði stjórnenda.
Hér má svo hlusta á lag sem samið var fyrir hátíðina forðum daga. Unglistarlagið svokallaða.
Endilega smellið á „play“ og fáið stemninguna í æð.
Lag: Júlíus Róbertsson
Texti: Júlíus Róbertsson og Guðjón Valgeir Guðjónsson
Söngur: Valdimar Halldór Gunnlaugsson
Hljóðfæri: Daníel Trausti Róbertsson og Júlíus Róbertsson
Glugga í einblöðunginn 2022 ...- - -
Og svo er vissulega hægt að nálgast hann á prentvænu formi hér.