Þetta líður svo hratt! Það er sko kominn föstudagur! Og það var svo ofboðslega mikil gleði í gær að það verður gaman að sjá það toppað í dag. Og á morgun auðvitað líka. Já og sunnudag. Þetta er ekkert búið.

Núgh. Best að hætta þessum orðaflaumi og fara yfir dagskrá dagsins. Þið munið að þið sjáið ítarlegri upplýsingar um þá undir liðnum Dagskrá. Viðburðurinn gæti verið fyrir ákveðinn aldurshóp, þurft skráningu á hann eða kostað inn á hann. Og fyrir ykkur sem viljið prenta út þægilegt plagg með dagskrá dagsins, þá er slíkt skjal hér.

Kl. … Sveitastemning. Brautarholt.
Kl. 09:30 Íþróttaskóli fyrir leikskólakrakka. Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.
Kl. 10:30 Blandaðir ávextir. Setustofa sjúkrahúss HVE.
Kl. 13:00 Blandaðir ávextir. Safnaðarheimli Hvammstangakirkju.
Kl. 14:00 Þríþraut USVH. Við íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.
Kl. 14:00 Félagsvist. Félagsheimilið á Hvammstanga, efri hæð.
Kl. 14:00 Kastlar. Við Félagsheimilið á Hvammstanga.
Kl. 16:00 Flemming Open. Púttvöllurinn við heilsugæsluna.
Kl. 16:15 Eldað úti með Lindu. Kirkjuhvammur.
Kl. 19:30 Brekkuusöngur með Kidda og Magga. Við Félagsheimlið á Hvammstanga.
Kl. 22:00 Dimma. Félagsheimilið á Hvammstanga, efri hæð.

Svo muniði að það er opið hjá Nytjamarkaði Gæranna í dag og Verslunarminjasafninu Bardúsu – og í „gamla Staðarskála“ sem er sviðsettur á stað. Og auðvitað svo á þessum hefðbundnu stöðum í sveitarfélaginu sem gaman er að heimsækja. Svo hafa verið auglýst sérstök Elds-tilboð í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga og hjá Sel matstofu – og frítt inn á Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á sunnudaginn.

Góðar stundir!