Í dag er dagurinn. Eina forsalan sem verður á miðum á viðburði Eldsins í ár. Við viljum ekki að þið missið af henni og ítrekum því helstu upplýsingar. Helstu helstu upplýsingar eru þær að forsalan er í kvöld. Klukkan átta. Merkið það í tímaplan dagsins.

Og annað já. Þetta er í alvöru eina forsalan. Og það gildir bara að mæta á svæðið. Ekki hægt að kaupa á netinu, í símanum eða taka frá.
Verður þú ekki á svæðinu í kvöld en vilt samt kaupa miða í forsölu? Þekkirðu ekki til einhvers (eða þekkir til einhvers sem þekkir til einhvers) sem getur pikkað upp miða fyrir þig? Það er alltaf hægt að redda sér einhvern veginn. Fjarskyldur frændi er örugglega til í að skottast fyrir þig. Já eða mamma fyrrverandi. Hvur veit.

Forsalan er sum sé í kvöld, 1. júlí, milli kl. 20:00 og 22:00 í aðstöðu Pílufélags Hvammstanga á neðri hæð Félagsheimilisins.

Miðaverð verður eftirfarandi:
Melló Músika og Ljótu hálfvitarnir, 3.500 kr. (athugið að takmarkaður fjöldi miða í boði á þennan viðburð)
Föstudagstónleikarnir (Herbert Guðmunds, XXX Rottweiler og Kurtheisi), 8.000 kr. við hurð en 6.500 kr. í forsölu.
Laugardagsballið (Skítamórall), 8.000 kr. við hurð en 6.500 kr. í forsölu.

Hægt verður að kaupa helgarpassa (tónleikar og ball) á 11.000 kr.

Hámark 6 miðar á mann (per viðburð) og munið að það er 18 ára aldurstakmark á alla þessa viðburði (ath að á ballið gildir 18 ára á árinu).

Posi á staðnum og allir glaðir!
Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld!