Heyriði. Þetta var svakalegur dagur í gær og endaði á einhverri algjörri stemmningu í félagsheimilinu. Þið eruð æði!

Þá er ekkert annað að gera en að vinda okkur bara í dagskrá þessa dags. Eins og vanalega þá er ljósmyndasýningin Fl(jóð) opin og svo verður nú stuð í íþróttamiðstöðinni þegar skotbolta- og borðtenniskeppnir hefjast. Námskeiðið „Hvar finn ég gleðina?“ verður svo í féló, Eldhugar verður svo við grunnskólann, kaffhús í VSP, púttmótið Flemming Open við heilsugæsluna, Benjamín Dúfa sýnd í Stúdíó Handbendi, BMX Brós aoð sýna listir sínar við félagsheimilið. Kampavíns- og rauðvínssmökkkun í félagsheimilinu og aukaopnun Selaseturs Íslands.
Nú svo verður hann Gvendur á Bakka að stýra brekkusöngnum í Kirkjuhvammi og Krummi og krákurnar slútta síðan kvöldinu í félagsheimilinu.

Þið munið – allar nánari upplýsingar eru við viðburðina hér á síðunni. Hér er samt útprentanlegi snepillinn.

Annars þá er vert að minna á að félagsvistin verður ekki. Þið sjáið hana í dagskránni sem var dreift í hús, en það er búið að fella hana niður.

Nú svo er líka gott að vita að húsið opnar fyrir Krumma og krákurnar kl. 22:00.

Góða skemmtun!