Gamli Staðarskáli verður sviðsettur á Staðarhlaði dagana 25.-31. júlí n.k. og það er því skemmtileg hliðarviðbót við dagskrá Elds í Húnaþingi. Þess vegna viljum við endilega vekja athygli á þeim viðburði. Það eru listakonurnar Rakel og Alexandra, sem er listateymi sem kallar sig Evil Foods Inc., sem munu töfra fram rétti dagsins og bjóða upp á smakk.
Það verða pylsur, ástarpungar, réttur dagsins og nóg af Pilsner.
Sara Flindt og fleiri framkalla svo tóna í Staðarkirkju.
Það er hægt að skoða meira um þennan viðburð Evil Foods Inc. á Facbook, eða hér. Þar segir einmitt: „Munið þið eftir gamla Staðarskála? Hrútfirðingnum? Spilakössunum? Lyktinni á klósettunum? Spindilkúlunum?“ Fáið þið ekki svona nostalgíutilfinningu alveg niður í tær við að lesa þetta? Við gerum það nefnilega!