Það er ekkert annað að gera en að vinda sér beint í dagskrá dagsins. Laugardagur hátíðarinnar er oft nefndur fjölskyldudagurinn, vegna þess að þá verður fjölskyldudagskrá við félagsheimilið.

Dagurinn hefst auðvitað á ljósmyndasýningunni Fl(j)óð kl. 10:00 og svo kl. 11:00 verða tveir viðburðir, annars vegar prjónakeppni í VSP húsinu og hins vegar Eldraunin 2023 við félagsheimilið. Í framhaldinu, eða kl. 12:00 hefst fjölskyldudagskráin við félagsheimilið. Hann Lalli töframaður heldur utan um þá dagskrá og verður með eitthvað sprell, þá verður útimarkaður, Partýkerran, pönnuvöllur/battavöllur, Veltibíllinn, meðlimir úr Sirkus Íslands verða með smá sýningu, blöðrusnúningar, klifurveggur, Futzal og Dj Heiðar sér um tónlistina.

Í VSP húsinu verður svo veglegt kaffihlaðborð kl. 15:00 og kl. 15:30 verður fótboltaleikur í Kirkjuhvamminum, en þá tekur Kormákur Hvöt á móti KFS.
Aukaopnun Selaseturs Íslands er á sínum stað kl. 18:00 og prjónapartý Handbendis hefst kl. 21:00.

Deginum er síðan lokað með Papaballi kl. 23:00.

Allar upplýsingar um viðburðina er að finna hér undir Dagskrá. Þar sjáið þið ítarlegri upplýsingar, staðsetningar, verð og aldurstakmark. Útprentanleg dagskrá dagsins er hér.

Ekki gleyma svo ratleiknum skemmtilega. Sjá hér.