Dagskrá2018-07-11T12:28:01+00:00

Dagskrá 2018

EITTHVAÐ FYRIR ALLA

Hér er dagskrá ársins! Hún er full af skemmtilegum viðburðum. Tónlist, leikrit, list, matur, keppni í hinu og þessu, heimsfrægir heimsækja okkur, erlendir sýna okkur og heimamenn skemmta okkur.

SPRELL FYRIR HÁTÍÐINA

HVENÆRATBURÐURHVARMIÐAR
10:00 - 14:30 daglega 23.- 27.júlí

Sumarsirkus Hvammstanga


Aldur: 8+

Húlladúllan heimsækir Hvammstanga aftur í ár og býður upp á vikulangt sirkusnámskeið fyrir börn 8 ára og eldri. Við munum kynnast töfrum sirkuslistanna og læra að setja saman stutt sirkus- og trúðaatriði, bæði ein og í samvinnu við félaga okkar. Sirkuslistirnar styrkja líkamlega getu, jafnvægi og liðleika en þroska líka einbeitingu, styrkja sjálfsmynd og kveikja í ímyndunarafli og sköpunargleði. Skráið ykkur á hulladullan@gmail.com


FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGA15.000 (systkinaafsláttur)
18:00 - 20:00 25.júlí

11:00 - 18:00 alla aðra daga hátíðarinnar


Sýning Húnaklúbbsins sem nýtir svokallaða „photovoice“ tækni


Allir velkomnir

„Photovoice“ sýning sem skoðar upplifun barna af Erasmus+ skiptiverkefninu sem heitir: Íslensk náttúra og menning. Börn úr Húnaþingi vestra reifa það sem þau hafa lært og deila sögum af nýju sænsku vinum sínum.


FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGA (niðri)ÓKEYPIS
18:00 - 20:00 25. júlí

11:00 - 18:00 alla daga hátíðarinnar þar á eftir
Stuttmyndir


Allir velkomnir


VIGTARSKÚRÓKEYPIS
18:00 - 20:00 25. júlí

11:00 - 18:00 alla daga hátíðarinnar þar á eftir
"Segðu mér...."


Allir velkomnir

Börn úr 6. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra kynna hljóðsýningu um breytingarnar sem orðið hafa á svæðinu á líftíma íbúanna. Nemendur tóku viðtöl við íbúa, og hægt er að hlusta á sögurnar í sérbúnum skýlum.


BANGSATÚN og HÉR OG ÞARÓKEYPIS

MIÐVIKUDAGURINN 25. JÚLÍ

HVENÆRATBURÐURHVARMIÐAR
18:00 - 21:00Opnunarhátíð


Allir velkomnir

Opnunarhátíð Elds í Húnaþingi sem nú er haldinn í 16. sinn verður haldin við Félagsheimilið á Hvammstanga og á Bangsatúni. Boðið verður upp á súpu til að næra líkamann og eitthvað verður við að vera fyrir alla fjölskylduna; tónlistarfólk kemur fram, kjötkveðjuhátíðarbrúður og sýnisgripir verða á staðnum til að næra hjarta og sál. Eftir opnunarhátíðina verður boðið upp á sérstaka sýningu hins margverðlaunaða tónlistar- og sýningarhóps – Body Rhythm Factory


FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGAÓKEYPIS
20:00 – 21:00


Body Rhythm Factory


Allir velkomnir

Danska tónlistartríóið Body Rhythm Factory koma með verðlaunaverk sitt til Hvammstanga nú í ár og bjóða upp á sýningu fyrir alla aldurshópa. Þau unni YAM verðlaunin fyrir bestu sýninguna, en þetta eru stærstu verðlaun heimsins sem veitt eru flytjendum tónlistar fyrir unga áhorfendur. Látið þetta alls ekki framhjáykkur fara!


FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGAÓKEYPIS
23:00 – 00:00
Sérfræðingar að sunnan


Aldur: 18+

Hljómsveitin heitir Sérfræðingar að sunnan og spilar hún mestmegnis geðgóða hippatónlist frá gullaldarárunum í kringum 1970,má þar nefna Beatles, Hollies, America, Doobie Brothers, Beach boys og marga fleiri.


SJÁVARBORGÓKEYPIS
23:00 – 00:00
Gongslökun


Aldur: 10+

Takið þátt í þessari frábæru núvitundarupplifun í fallegu umhverfi þar sem Pálína notar þessa vinsælu hljóðmeðferðartækni til að leiða þig inn í djúpt hugleiðslu- og afslöppunarástand – þú endurnærist og lifnar við. Klæðið ykkur vel og komið með teppi.


HVAMMURÓKEYPIS

FIMMTUDAGURINN 26. JÚLÍ

HVENÆRATBURÐURHVARMIÐAR
10:00 - 10:45
Stopp! Barnastund…


Bara 0 - 18 mánaða

Börnum og foreldrum þeirra er boðið að taka þátt í sérvöldum leikjum sem örva skilningarvitin. Þið megið búast við hlutum sem skemmtilegt er að kanna, söng, og ljúfum leik. Kaffi og heilnæmt snarl verður í boði fyrir svefnvana foreldra og svöng börn.


BÓKASAFN HÚNAÞINGS VESTRAÓKEYPIS
10:00 – 11:00


Gumboot búkryþmar og hljóðmálun með Rune Thorsteinsson


Aldur: 5+

Gumboot dansinn á rætur sínar að rekja til myrkra gullnámuganga Suður-Afríku þar sem svartir námuverkamenn sem máttu ekki tala saman notuðu hann sem samskiptamáta. Í dag er gumboot ein mikilvægasta dansstefna Suður-Afríku.
FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGAÓKEYPIS
10:00 - 14:30

Sumarsirkus Hvammstanga


Aldur: 8+

Húlladúllan heimsækir Hvammstanga aftur í ár og býður upp á vikulangt sirkusnámskeið fyrir börn 8 ára og eldri. Við munum kynnast töfrum sirkuslistanna og læra að setja saman stutt sirkus- og trúðaatriði, bæði ein og í samvinnu við félaga okkar. Sirkuslistirnar styrkja líkamlega getu, jafnvægi og liðleika en þroska líka einbeitingu, styrkja sjálfsmynd og kveikja í ímyndunarafli og sköpunargleði. Skráið ykkur á hulladullan@gmail.com


FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGA15.000kr (systkinaafsláttur)
11:00 - 12:30
Grímugerð


Allir velkomnir

Komið og gerið grímur! Aldís Davíðsdóttir leiðir skapandi smiðju fyrir alla aldurshópa. Endilega gangið svo í grímunum á fjölskyldudeginum.MENNINGARHÚSÓKEYPIS
12:00 - 13:30
Indíana Rós: líkamsmynd, kynheilbrigði, og sjálfstraust á stafrænni öld


Aldur: 13 - 17

Snapchat-stjarnan og kynheilbrigðis- og sjálfstrauststalsmaðurinn Indíana Rós leiðir hispurslausar, skemmtilegar, og sjálfsstyrkjandi umræður um líkamsmynd, sjálfstraust og stóru stundina fyrir táninga. Fyrirlesturinn er fyrir öll kyn og stranglega aðeins fyrir táninga.


FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGA (kjallari)ÓKEYPIS
14:00 - 17:00
Kvikmyndagerðarsmiðja


Aldur: 13 - 19

Simple Life Productions kenna 2ja daga byrjendanámskeið í kvikmyndagerð með snjallsímum og öðrum einföldum búnaði. Þau sýna ferlið á gerð stuttmyndar, allt frá leikstjórn að myndatöku og klippingu. Takmörkuð pláss í boði.

Skráið ykkur hér.MENNINGARHÚSÓKEYPIS
14:00 - 15:00
Brennó


Aldur: 8+

Hvað er skemmtilegra en (ó)vináttuleikur í brennó?
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐÓKEYPIS
15:30 - 16:30
Borðtenniskeppni


Allir velkomnir

Nákvæmlega eins og lýsingin hljómar. Taktu þátt og borðaðu tennisinn.ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐÓKEYPIS
17:00 -
Brunaslöngubolti


Aldur: 15+

Fjögur hverfi keppa í brunaslöngubolta. Komdu í hverfislitunum og reyndu að múta dómaranum. Það má búast við því að blotna hressilega. Skráning á staðnum frá 16:30. Í ár verða veitt sérstök verðlaun fyrir liðið sem er með besta herópið…MJÓLKURSTÖÐVARTÚNÓKEYPIS
18:00 - 19:00
Vatna-Zúmba


Aldur: 8+

Taktu merengue, cha-cha, og mambó spor í átt að betri heilsu með þessum orkumikla en hættulitla danstíma í vatninu. Heimildir herma að hafmeyjar haldi sér svona í formi.ALDUR: 8+
SUNDLAUG Á HVAMMSTANGAÓKEYPIS
20:00 - 22:00

Leynilegt táninga „rave”


BARA FYRIR 13 - 16 ÁRA

Á leynilegum stað með leynilegri hljómsveit. Hvar og hver verður ekki tilkynnt fyrr en vikunni áður… táningum úr öllum landshlutanum er boðið á atburð sem táningar úr sveitarfélaginu hafa skipulagt fyrir aðra táninga. Fylgið okkur á snapchat (eldurihun) til að finna staðinn.ÞAÐ ER LEYNDARMÁLI..ÓKEYPIS
20:30 - 22:30
Melló Músíka


Aldur: 18+

Melló músíka verður á sínum stað á fimmtudagskvöldinu á Eldi í Húnaþingi. Við verðum í Félagsheimilinu að vanda en í ár verða tónarnir extra ljúfir og kósýheitin í hávegum höfð.FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGAÓKEYPIS
22:30 -Ylja


Aldur: 18+

Ylja perform songs from their new album at this special concert that promises to keep the festival party going with dreamy vocals and tasteful guitar riffs from one of Icelands freshest bands.SJÁVARBORG3000 KR

FÖSTUDAGURINN 27. JÚLÍ

HVENÆRATBURÐURHVARMIÐAR
10:00 - 12:00
FIFA-keppni


Aldur: 6+

Veldu uppáhalds liðið þitt og kepptu um titil PS FIFA meistara Óríon. Skráning á staðnum frá 10:00.


FÉLAGSMIÐSTÖÐIN ÓRÍONÓKEYPIS
10:00 - 14:30

Sumarsirkus Hvammstanga


Aldur: 8+

Húlladúllan heimsækir Hvammstanga aftur í ár og býður upp á vikulangt sirkusnámskeið fyrir börn 8 ára og eldri. Við munum kynnast töfrum sirkuslistanna og læra að setja saman stutt sirkus- og trúðaatriði, bæði ein og í samvinnu við félaga okkar. Sirkuslistirnar styrkja líkamlega getu, jafnvægi og liðleika en þroska líka einbeitingu, styrkja sjálfsmynd og kveikja í ímyndunarafli og sköpunargleði. Skráið ykkur á hulladullan@gmail.com


FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGA15.000 kr (systkinaafsláttur)
13:00 - 14:00

Kynning á brasilísku jui jitsu: Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur


Aldur: 15+

Sjálfsvarnartæknin sem kennd verður í þessum tíma notar jiu-jitsu tækni sem er líka frábær lausn fyrir þá sem vilja skemmtilega líkamsrækt. Skemmtilegt og skilvirkt. Kennt verður á ensku.
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐÓKEYPIS
14:00 - 17:00
Kvikmyndagerðarsmiðja


Aldur: 13 - 19

Simple Life Productions kenna 2ja daga byrjendanámskeið í kvikmyndagerð með snjallsímum og öðrum einföldum búnaði. Þau sýna ferlið á gerð stuttmyndar, allt frá leikstjórn að myndatöku og klippingu. Takmörkuð pláss í boði.

Skráið ykkur hér.
MENNINGARHÚSÓKEYPIS
14:30 – 16:00
Súshí-gerðarnámskeið


Aldur: 18+

Natalia og Róbert, yfirkokkur á Sjávarborg, kenna okkur hvernig á að gera okkar eigið nigiri og uramaki heima.
    Þú lærir
  • • hvernig þú undirbýrð hráefnið

  • • hvernig þú býrð til, skerð og raðar á disk amk tveimur tegundum af þínum eigin rúllum.


Allt hráefni innifalið.


FÉLAGSHEIMILI (eldhús)2000 kr
16:00 - 17:00
Bjór jóga


Aldur: 20+


Jóga með bjór. Taktu þinn eigin bjór með eða keyptu á staðnum.FÉLAGSHEIMILI (kjallari)ÓKEYPIS
16:00 – 16:30 (14 ára og yngri)

17:00 – 18:00 (15+)
Þríþraut


Allir velkomnir, sjá tímasetningu fyrir aldursflokka

Þríþraut USVH
Keppt verður í sundi, hjólreiðum og hlaupi, einstaklings- og liðakeppni. Skráning á sveinbjorg.petursd@gmail.com


ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ14 ára og yngri : 1.000 kr

15+ : 1.500 kr

Lið: 3.000 kr

16:00

Heimsmeistarakeppni í Kleppara


Alir velkomnir

Heimsmeistarakeppni í kleppara. Skráning á staðnum.


GRUNNSKÓLI HÚNAÞINGS VESTRAÓKEYPIS
17:00
Flemmingpútt


Allir velkomnir

Það er komið að hinu árlega Flemmingpútti! Skráning á staðnum frá 16:30.
HEILSUGÆSLANÓKEYPIS
18:00 - 19:00
Flabberghast Productions kynna Tatterdemalion


Allir velkomnir

Sprenghlægileg, fráleit og töfrandi gamansýning með hinum stórkostlega Henry Maynard (Flabbergast Productions). Þjáningar, svartur húmor og fegurðarfræði Viktoríutímans blandast saman og skapa frábæra og dularfulla umgjörð ljóðrænnar og súrrealískrar ferðar.FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGA (svið)ÓKEYPIS
21:00 - 22:00
Sverrir Bergman & Halldór Gunnar


Allir velkomnir

Sverrir Bergman og Haldór Gunnar koma fram í Borgarvirki. Klæðið ykkur vel, munið eftir kakóinu og eigum góða kvöldstundBORGARVIRKIÓKEYPIS
23:00 - 00:30Moses Hightower


Aldur: 18+

Af mörgum talin ein fremsta hljómsveit landsins, Moses Hightower hefur verið í fararbroddi íslenskrar sálartónlistar síðan 2007 og gagnrýnendur hafa sagt sveitina einstaka í íslenska tónlistarheiminum.

FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGA (svið)3.500 kr við dyrnar / 3.000 kr í forsölu

LAUGARDAGURINN 28. JÚLÍ

HVENÆRATBURÐURHVARMIÐAR
11:00 – 12:00
Sápurennubrautin


Aldur: 4+

Hin sívinsæla sápurennibraut verður á sínum stað við hlið íþróttamiðstöðvar/sundlaugar. Ekki gleyma að koma með handklæði og eitthvað hlýtt til að vefja um kroppinn eftir salibunurnar í sápunni.


VIÐ SUNDLAUG (Tommabrekka)ÓKEYPIS
13:00 - 16:00

Fjölskyldudagurinn


Allir velkomnir

Hoppukastalar, teymt undir börnum, matur, leikir og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Meðal annars koma fram Bmx BROS og Sunnyside Road. Ekki láta þig og þína vanta!
BANGSATÚNÓKEYPIS
13:30 - 14:30

Bmx BROS


Allir velkomnir

BMX Bros (Ísland Got Talent) sýna listir sínar.


BANGSATÚNÓKEYPIS
14:00


Sunnyside Road


Allir velkomnir

Sunnyside Road er hugljúf poppsveit úr bænum. Þau eiga það sameiginlegt að finnast gaman að koma fram og þau skapa hressa, heillandi og einstaka tónlist.
BANGSATÚN (tónleikar undir beru lofti)ÓKEYPIS
14:30 - 16:30
Eldraunin


Allir velkomnir

Heimafólk keppir um titilinn „Sterkasti maður og kona Húnaþings vestra“, en öllum gestum hátíðarinnar er velkomið að taka þátt. Efstu þrjú sætin hljóta verðlaun auk þess sem sterkasti maður/kona Húnaþings vestra fær í hendur sérstakan verðlaunagrip. Keppnin mun fara fram á hafnarsvæðinu og keppt verður í fimm greinum sem eru eftirfarandi: trukkadráttur, bóndaganga, hleðslugrein, drumbalyfta og réttstöðulyfta. Skráning á eldurihun@gmail.comHVAMMSTANGAHÖFNÓKEYPIS
17:00
Kormákur - Kría


Allir velkomnir

Styðjum liðið okkar!HVAMMSTANGAVÖLLURÓKEYPIS
19:30 - 20:30

Sjálflýsandi fjölskyldudiskó


Allir velkomnir


Tínið til gamla neongræna dansgallan og skellið ykkur á fjöskyldudiskótek með gömlu góðu lögunum og sjálflýsandi sprelli. Sérstaklega gott fyrir þá yngstu (2-12 ára).FÉLAGSHEIMILI (kjallari)ÓKEYPIS
23:00
Ball – Paparnir


Aldur: 16+

Þessi vinsæla hljómsveit kemur með sína frábæru blöndu af írskri þjóðlagatónlist og ballslögurum til Hvammstanga á hið goðsagnakennda Unglistarball.


FÉLAGSHEIMILI HVAMMSTANGA3500 kr

Miðar til sölu í hurðinni frá kl 23:00

SUNNUDAGURINN 29. JÚLÍ

HVENÆRATBURÐURHVARMIÐAR
10:00 – 11:00

Strandhreinsun & kaffimorgun í samstarfi við Ocean Conservancy


Allir velkomnir

Fáðu þér göngutúr um sendnu ströndina að Söndum og leggðu þitt af mörkum til að vernda plánetuna með því að hreinsa upp draslið sem rekur á land dag hvern. Náið í Clean Swell appinu og skráið hreinsunarátakið til stuðnings umhverfisrannsóknum. www.oceanconservancy.org


SANDARÓKEYPIS
11:00 - 13:00

Þynnkulæknandi dögurður


Allir velkomnir

Dögurður „dagsins eftir“ er allra meina bót. Sjávarborgarteymið býður sérvalið hlaðborð til að hressa, fríska og kæta.


SJÁVARBORG3500 kr
17:00 - 18:00

Leikhópurinn Lotta sýnir Gosa


Allir velkomnir

Það horfir til vandræða í Ævintýraskógi í þessari samsuðu ævintýra frá Leikhópnum Lottu. Takið með ykkur teppi, og klæðið ykkur eftir veðri, fyrir þessa fjölskyldusýningu undir beru lofti.


MJÓLKURSTÖÐVARTÚN2300 kr
21:00 - 23:00

Ásgeir Trausti


Aldur: 16+

Hér fáið þið tækifæri til að sjá Ásgeir á innilegum tónleikum í heimabæ sínum, Laugarbakka. Þetta verður lokaatriði ársins. Við fáum að heyra ný lög úr tónleikaferðalagi hans Hringsól. Við mælum með því að þið bókið fyrirfram. Miðar fást á midi.is/tonleikar.


ÁSBYRGI, LAUGARBAKKA4.500 kr (við mælum með miðakaupum sem fyrst)