Sko. Við ætlum öll að setja Eld í Húnaþingi formlega í kvöld – eða réttara sagt kl. 17:00. Sem er eiginlega dagur.

Setningin verður við Félagsheimilið á Hvammstanga og þar verður smá ræða, tónlist og grillaðir hamborgarar og drykkir í boði. Hversu huggulegt?

Þar fyrir utan verður miðasala á staðnum milli klukkan 17:30 og 18:30. Þar verður hægt að sækja hátíðararmbönd eða miða sem hafa verið pantaðir, en einnig verður hægt að kaupa miða á viðburði.

Sjáumst þar!