Þá er það dagskrá miðvikudagsins sem er formlegur setningardagur Elds í Húnaþingi. Gærdagurinn var smá þjófstart.

Dagskráin er reyndar hafin þar sem ljósmyndasýningin Fl(j)óð opnaði þegar Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra opnaði – sem er kl. 07:00. Svo tekur við síðar í dag setningin við Félagsheimilið á Hvammstanga, Vinyasa flæði í íþróttamiðstöðinni (athugið að það er breytt staðsetning frá áður auglýstri), Makbeð í Stúdíó Handbendi og svo tónlistarbingó í félagsheimilinu. Hér er plagg sem er hægt að prenta út.

Góða skemmtun!